Ýmsar upplýsingar sem tengjast rafrænum viðskiptum.

NES

NES (North European Subset) var verkefni sem byggði ofan á innleiðingar Dönsku fjársýslunnar á föstum skilgreiningum fyrir helstu rafræn skjöl s.s. reikninga. Þátttakendur í verkefninu voru opinberir aðilar á Íslandi, Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og tilteknar opinberar stofnanir á Bretlandi. NES verkefnið skilaði skilgreiningum sínum í árslok 2007 og samhliða var gefin út handbóka um rafræn viðskipti af Icepro hér á Íslandi.

Nánari upplýsingar um NES má finna á vefsíðu verkefnisins www.nesubl.eu

Í árslok 2009 var svo gefin út af Staðlaráði Íslands, tækniforskrift um rafrænan reiknings TS135/2009 en hún hefur verið grunnurinn að flestum innleiðingum rafrænna reikninga hér á landi síðan þá. Tækniforskrift TS135 rann út í árlok 2012 og í staðinn gildir tækniforskrift TS136/2013 sem byggir á BII.

BII

BII (Business Interoperability Interfaces) er framhald af NES verkefninu þar sem verkefni var fært yfir á Evrópusambandið og þátttakendum um leið fjölgað. Auk þátttakenda NES verkefnins þá tóku einnig þátt Ítalía, Austurríki, Spánn og Grikkland.

Vinnufyrirkomulag BII er að settar eru af stað vinnustofur sem starfa í um 2 ár í senn og skila niðurstöðum sínum að því loknu í formi skilgreininga fyrir rafræn viðskipti. Fyrri vinnustofan, BII1, skilaði niðurstöðum sínum í árslok 2009. Þær niðurstöður hafa verið innleiddar, m.a. hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandins og fjársýslu Norska ríkisins auk þess sem Staðlaráð Ísland hefur nýlega gefið út uppfærðar tækniforskriftir sem munu koma í staðinn fyrir NES.

BII2 vinnustofan lauk störfum í árslok 2012 með því að skila uppfærðum skilgreiningum frá BII1 auk skilgreininga fyrir nýja viðskiptaferla. Formleg útgáfa er væntanleg vorið 2013.

Nánari upplýsingar um BII vinnustofurnar má finna á www.cenbii.eu

PEPPOL

Peppol er innleiðingarverkefni sem fjármagnað er af Evrópusambandinu. Verkefnið er tvíþætt. Annarsvegar að innleiða skilgreiningar á innihaldi rafrænna skeyta, og hafa þær byggt á BII. Hinsvegar að skilgreina og innleiða burðarlag (samskiptanet) fyrir rafræn skeyti. Það net heitir Busdox en er gjarnan nefnt Peppol netið.

Nánari upplýsingar um Peppol má finna á Peppol

Viðskiptamenn og samstarfsaðilar

 

Midran ehf. kt. 590299-2359, Skógarlundi 12, 210 Garðabæ, Iceland. Sími: (+354) 544 4800, Tölvupóstur: midran (hjá) midran.is

Midran tekur á móti rafrænum reikningum sem sendir eru samkvæmt tækniforskrift Staðlaráðs Íslands TS136 og sendir eru á GLN kennið 5699000122475 á Peppol netinu.

Go to top