Námskeið og kennsla

Midran bíður upp á námskeið og kennslu í ýmsum þáttum sem snúa að rafrænum viðskiptum bæði tæknilega og notkunarlega.

Námskeið Midran eru í megin dráttum tvennskonar. Tæknilegs eðlis fyrir þá sem vinna að hönnun og innleiðingu rafrænana viðskiptalausna og notkunarlegum fyrir þá sem munu nota þessar lausnir.

  • Á tæknilegum námskeiðum er farið ýtarlega í atriði í tækniforskriftum og öðrum stöðlum sem liggja á bakvið rafræn viðskipti ýmis hvað varðar uppbyggingu skjala, skeytasamskipta eða önnur verkfæri sem nýtt eru.
  • Á notkunarlegum námskeiðum er áherslan á þá viðskiptaferla sem rafrænu viðskiptalausnirnar hafa áhrif á. Meðal annars er fjallað um hvernig best má nýta rafrænar lausnir í einstaka ferlum, fjallað um atriði sem hafa ber í huga við innleiðingar, reglur og annað eftir því sem við á.

Midran bíður bæði upp á almenn námskeið sem auglýst eru reglulega sem og sérstök námskeið fyrir einstaka fyrirtæki eða stofnanir.

Lista yfir þau námskeið sem eru í boð má sjá í boxinu hér til hægri hliðar.

Viðskiptamenn og samstarfsaðilar

 

Midran ehf. kt. 590299-2359, Skógarlundi 12, 210 Garðabæ, Iceland. Sími: (+354) 544 4800, Tölvupóstur: midran (hjá) midran.is

Midran tekur á móti rafrænum reikningum sem sendir eru samkvæmt tækniforskrift Staðlaráðs Íslands TS136 og sendir eru á GLN kennið 5699000122475 á Peppol netinu.

Go to top