Námskeið fyrir endurskoðendur, bókara og aðra sem sinna fjármálum.

Midran hefur reglulega haldið námskeið um rafræna reikninga. Dagsetningar næstu námskeiða verða auglýsingar síðar. Vinsamlega sendið fyrirspurnir á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Markmið námskeiðs:

Námskeiðið fjallar um rafræna reikninga sem byggðir eru á tækniforskriftum Staðlaráðs Íslands sem hafa verið innleiddar m.a. hjá Fjársýslu Ríkisins og Reykjavíkurborg. Námskeiðið miðast við endurskoðendur og bókara auk annarra sem koma að úrvinnslu og uppgjörum sem byggja á rafrænum reikningum.

Niðurstöðu þátttakendakönnunar meðal fyrri þátttakenda á námskeiðinu má sjá hér.

Lýsing:

Farið verður í gegnum eftirfarandi atriði:

  • Mismunandi form rafrænna reikninga og notagildi þeirra.
  • Markmið með nýjum stöðlum og samanburður við það sem áunnist hefur hingað til m.a. með EDI.
  • Staðan í innleiðingum hér á landi og samhengið við það er er að gerast í Evrópu.
  • Fjallað verður ítarlega um reglugerð 505/2013 sem kom út í júní síðastliðnum. Fjallað er um þær kröfur sem hún gerir við notkun rafrænna skjala, markmið hennar og hvaða áhrif hún ætti að hafa á notkun rafrænna skjala í viðskiptum.
  • Fjallað um helstu leiðir til að uppfylla formkröfur rafrænna skjala.
  • Umræður um helstu vandamál og viðfangsefni við notkun rafrænna reikninga.
  • Umræður um tækifæri sem rafræn viðskipti geta opnað fyrir endurskoðunar og bókhaldsfyrirtæki.
  • Farið verður yfir hvaða möguleikar eru til að víkja kerfisbundið frá formlegum skilgreiningum til að koma til móts við sérstakar þarfir í reikningameðferð.

Leiðbeinandi á námskeiðinu er Georg Birgisson. Hann tók þátt í vinnuhópi við gerð reglugerðar 505/2013 og annaðist ritun tækniforskrifta Staðlaráðs fyrir rafræna reikning o.fl. Auk þess hefur hann starfað fyrir Staðlanefnd Evrópu við gerð þeirra skilgreininga sem tækniforskriftirnar byggja á og unnið sérverkefni á þessu sviði fyrir stjórnvöld nokkurra Evrópu landa.

Viðskiptamenn og samstarfsaðilar

 

Midran ehf. kt. 590299-2359, Skógarlundi 12, 210 Garðabæ, Iceland. Sími: (+354) 544 4800, Tölvupóstur: midran (hjá) midran.is

Midran tekur á móti rafrænum reikningum sem sendir eru samkvæmt tækniforskrift Staðlaráðs Íslands TS136 og sendir eru á GLN kennið 5699000122475 á Peppol netinu.

Go to top