Námskeið um Rafræna Vörulista

Námskeið fyrir tæknimenn sem annast útfærslu og innleiðingu á rafrænum vörulistum.

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist skilning uppbyggingu staðla fyrir rafræna vörulista. Farið er yfir hvaða atriði það eru sem staðlarnir skilgreina, hvað innleiðing þarf að uppfylla til að teljast fullnægja staðli og á hvaða hátt hægt er að víkja frá staðli án þess að missa niður stuðning.

Farið er ýtarlega í gegnum innihald rafræns vörulista skv. BII1 skilgreinigum sem lýst er í IST 139:2013.

Efni námskeiðsins:

  • Tengsl TS139:2013 við erlenda staðla.
  • Innihald rafræns vörulista.
  • Markmið og útfærslur við nýtingu staðlaðs vörulista.
  • Sannreyning rafræns vörulista.
  • Viðbætur við rafrænan vörulista til að styðja sérstakar vöruþarfi.
  • Umræður og samantekt

 Leiðbeinandi er Georg Birgisson, ritstjóri IST 139:2013, ritstjóri vinnuhóps BII1 og BII2 og fulltrúi Íslands í NES.

Viðskiptamenn og samstarfsaðilar

 

Midran ehf. kt. 590299-2359, Skógarlundi 12, 210 Garðabæ, Iceland. Sími: (+354) 544 4800, Tölvupóstur: midran (hjá) midran.is

Midran tekur á móti rafrænum reikningum sem sendir eru samkvæmt tækniforskrift Staðlaráðs Íslands TS136 og sendir eru á GLN kennið 5699000122475 á Peppol netinu.

Go to top