Námskeið um viðbætur við tækniforskriftir

Meðferð sértilvika í rafrænum skjölum og útfærsla á viðbótum við tækniforskriftir

Markmið:

Námskeiðinu er ætlaða að kynna þá möguleika sem CENBII staðallinn,sem liggur til grundvallar að tækniforskriftunum Staðlaráðs, gefur til að útfæra viðbætur sem takast á við sérstakar þarfir einstaka viðskiptaaðila eða atvinnugreina. Námskeiðið vinnur út frá skilgreiningum CENBII 2 á meðhöndlun viðbóta, „customizations“ en þær skilgreiningar virka fullkomlega með BII 1 sem liggur til grundvallar að tækniforskriftum TS136 og TS137.

Lýsing:

Farið verður í gegnum eftirfarandi atriði:

  • Í hverju stuðningur við BII umgjörð felst. Kröfur sem það leggur á sendanda annarsvegar og móttakanda hinsvegar. Farið verður stuttlega yfir þetta til að setja grunninn að framhaldinu.
  • Fjallað er um hvað teljast viðbætur. Farið er yfir hvenær viðskiptaaðili telst vera að útfæra viðbót og tekin dæmi. Ekki er alltaf ljóst hvenær innleiðing tækniforskrifta felur í sér viðbótarkröfur.
  • Farið er yfir hvaða atriðum má breyta og á hvaða hátt. Einnig er farið yfir mismunandi flokka viðbóta og hvernig þeir hafa áhrif á samskiptamöguleika.
  • Kynnt er aðferðafræði sem notuð var í Peppol verkefninu til að greina hvernig þarfir fyrirtækja eru studdar af tækniforskriftinni sjálfri og hvernig vinna má úr því misræmi sem getur komið fram á milli viðskiptaþarfa og tækniforskriftar.
  • Farið er yfir þau verkfæri sem notendum tækniforskrifta stendur til boða til að setja fram og fylgja eftir viðbótum.
  • Farið er yfir hvernig fyrirtæki geta nýtt sér viðbætur í innleiðingum sínum, hver ávinningurinn sé og hvers ber að varast.

Efni námskeiðsins nýtist þátttakendum við að útfæra innleiðingar þannig að skýr skil séu milli hreinna staðlaðra skeytasamskipta og þeirra sem styðja við sérstaka vinnuferla eða verklag hjá móttakanda og sendanda. Námskeiðið mun sýna leiðir til að skilgreina og setja fram viðbætur þannig að auðvelt sé að leggja þær fram sem kröfur þar sem við á, t.d. í útboðslýsingum.

Viðskiptamenn og samstarfsaðilar

 

Midran ehf. kt. 590299-2359, Skógarlundi 12, 210 Garðabæ, Iceland. Sími: (+354) 544 4800, Tölvupóstur: midran (hjá) midran.is

Midran tekur á móti rafrænum reikningum sem sendir eru samkvæmt tækniforskrift Staðlaráðs Íslands TS136 og sendir eru á GLN kennið 5699000122475 á Peppol netinu.

Go to top