Fjölbreytt ráðgjöf byggð á 20 ára reynslu í rafrænum viðskiptum

Midran ehf. bíður fyrirtækjum og öðrum aðilum upp á ráðgjöf í tengslum við innleiðingu á rafrænum viðskiptalausnum.

Ráðgjöf Midran byggir á um 20 ára reynslu í rafærnum viðskiptum þar sem blandast saman reynsla af innleiðingarstjórnun, endurhönnun viðskiptaferla og ráðgjöf við gerð þeirra staðla sem rafræn viðskipti byggjast á.

Innleiðing rafrænna viðskiptalausna er ekki markmið í sjálfu sér. Rafræn viðskipti eru verkfæri sem nýtast til að ná fram árangri í rekstri með því að auka hraða og sjálfvirkni í viðskiptaferlum. Gott skipulag og utanumhald um innleiðingar á rafrænum lausum er mikilvægt til að réttur árangur náist og að kostnaður sé í samræmi við áætlanir.

Midran selur ekki viðskiptahugbúnað og er því óháð því hvaða lausnir fyrirtæki nota.

Í megin dráttum bíður Midran eftirfarandi ráðgjöf sem þó má sníða að þörfum einstakra fyrirækja

Ráðgjöf

Lýsing

Rafræn stefna

Setja fram stefnu í innleiðingu og nýtingu rafrænna lausna. Mótun á skýrri sýn á það í hvaða viðskiptaferlum ná á fram árangri og gagnvart hvaða viðskiptamannahópum.

Endurskipulag viðskiptaferla

Þeir viðskiptaferlar sem innleiðing rafrænna skjala hefur áhrif á eru endurskoðir til að ná fram fullum ávinningi.

Aðlögun

Greining á þörfum í rafrænum samskiptum við einstaka viðkiptamenn eða viðskiptamannahópa. Pörun þarfanna á móti rafrænum stöðlum og mat og útfærsla á stuðningi við sérþarfir.

Breytingastjórnun

Eftirfylgni með áætlunum og samningum. Stjórnun á breytingum í viðskiptaferlum, kennsla, þjálfun og árangursmat.

Viðskiptamenn og samstarfsaðilar

 

Midran ehf. kt. 590299-2359, Skógarlundi 12, 210 Garðabæ, Iceland. Sími: (+354) 544 4800, Tölvupóstur: midran (hjá) midran.is

Midran tekur á móti rafrænum reikningum sem sendir eru samkvæmt tækniforskrift Staðlaráðs Íslands TS136 og sendir eru á GLN kennið 5699000122475 á Peppol netinu.

Go to top