Aðlögun sérþarfa að stöðlum með gerð viðbótar skilgreininga

Þegar metið er hvort innleiða eigi staðlaðar lausnir þá takast oft á tvö sjónarmið, annarsvegar hvort aðlaga eigi verkferla að þeim gögnum sem sett eru fram í viðeigandi stöðlum og hinsvegar ávinningur af því að víkja frá staðlinum og senda viðbótarupplýsingar milli viðskiptaaðila.

Einstök fyrirtæki hafa ýmsar viðskiptaþarfir sem ekki eru studdar í stöðluðum lausnum en þær eru mis mikilvægar eftir því um hvaða viðskiptamenn er að ræða. Staðlaðar lausnir geta því nýst vel til að tengjast hinum almenna viðskiptamanni en á sama tíma geta viðskiptalegar þarfir gagnvart lykil viðskiptamönnum krafist þess að vikið sé frá stöðlum á afmörkuðum sviðum.

Valið hér er þó ekki svart og hvítt því staðlar fyrir innihald rafrænna skjala gefa möguleika á að útfæra slíkar viðbætur á skipulegan máta.

Þannig geta samskipti við lykil viðskiptamenn byggt á stöðluðum útfærslum með skilgreindum viðbótum sem notaðar eru þegar við á.

Midran hefur unnið verkefni sem snúast um aðlaganir að sérkröfum fyrir ýmsa aðila, þar á meðal stjórnvöld nokkurra landa.

Útfærsla slíkra aðlagana felst í því að greina fyrst hverjar þarfirnar eru, bera þær saman við staðalinn, greina frávik, meta mikilvægi þeirra og að lokum að skilgreina frávikin formlega og setja þau fram með tæknilegum prófunarskrám sem hægt er að nota til að sannprófa hvort einstök skeyti innihaldi þær viðbætur sem krafist er.

Slíkum skilgreiningum og prófunarskrám getur viðkomandi fyrirtæki dreift til þeirra viðskiptamanna sem ætlað er að nota þær og til þjónustuaðila sem setja upp og reka þessar lausnir.

Prófunarskrárnar eru hluti af þeirri þrepaskiptingu prófanna sem stöðlun á rafrænum skeytum beitir. Þær leggjast ofan á þær skilgreiningar sem settar eru fram í tækniforskriftum.

Viðskiptamenn og samstarfsaðilar

 

Midran ehf. kt. 590299-2359, Skógarlundi 12, 210 Garðabæ, Iceland. Sími: (+354) 544 4800, Tölvupóstur: midran (hjá) midran.is

Midran tekur á móti rafrænum reikningum sem sendir eru samkvæmt tækniforskrift Staðlaráðs Íslands TS136 og sendir eru á GLN kennið 5699000122475 á Peppol netinu.

Go to top