Verkefnastjórnun og stýring á breytingaferli

Markmið innleiðingar nýrra lausna er að koma á breytingu til hins betra. Það byggir á ferli þar sem kemur saman almenn verkefnastjórnun og breytingastjórnun.

Midran hefur í þróað verklag þar sem saman koma helstu verkliðir þessara tveggja aðferða. Til að innleiðing sé árangursríkt þarf markmið hennar að vera skýrt frá upphafi og það þarf að vera hægt að meta árangurinn. Því má segja að markmiðin þurfi að vera SMART.

S —Samþykkt af þeim sem koma að verkefninu.
M — Mælanleg þannig að hægt sé að meta framvindu og árangur.
A — Afmörkuð til að forðast innleiðingin þenjist út og verði óviðráðanleg.
R — Raunhæf miðað við þann tíma og fjármuni sem eru til ráðstöfunnar.
T — Tímasetning verkefnisins í heild og einstakra áfanga innan þess.

Innleiðingar sem byggja á tæknilegum lausnum kalla á að þær lausnir séu skilgreindar, keyptar og að afhending þeirra sé gerð með formlegum hætti. Skýrt þarf að vera hvenær lausn telst afhend og mikilvæg er að halda aðskildum þeim kröfum sem gerðar voru í upphafi frá nýjum hugmyndum og tillögum sem yfirleitt koma fram í gegnum vinnslu verkefnisins. Byggt á reynslu nálgast Midran samningagerð og verksskil á ákveðinn hátt með þeim árangri að þau hugbúnaðarverk sem Midran hefur stjórnað hafa skilast með innan við 20% fráviki frá áætlunum.

Ávinningur af innleiðingu nýrra lausna byggir yfirleitt á því að fyrirliggjandi vinnuferlar breytast. Midran getur annast slík endurhönnunarverkefni fyrir fyrirtæki en þó svo að slík endurhönnun vinnuferla sé unnin af öðrum en Midran þá er hún nauðsynlegur þáttur í vel heppnaðri innleiðingu.

Einn mikilvægast þáttur allra breytinga er starfsfólkið. Samskipti við notendur og aðra sem ferlarnir hafa áhrif á þurfa að vera góð auk þess sem nauðsyn er að þjálfa og kenna þeim sem nota lausnirnar. Sem hluti af breytingastjórnunarferlinu fylgist Midran með því að upplýsingagjöf og þjálfun til starfsmanna fari fram. Einstök námskeið geta verið haldin af mismunandi aðilum eftir því sem best hentar, ýmist starfsmenn fyrirtækisins, framleiðanda lausna eða af Midran.

Allt ferlið í heild sinni felur í sér samspil margra verkþátta sem oft eru háðir hvor öðrum. Skipuleg verkáætlun og eftirfylgni með framvindu einstakra verkþátta og verkefnisins í heild er því nauðsynlegt til að innleiðingin nái fram þeim ávinningi sem stefnt var að.

Viðskiptamenn og samstarfsaðilar

 

Midran ehf. kt. 590299-2359, Skógarlundi 12, 210 Garðabæ, Iceland. Sími: (+354) 544 4800, Tölvupóstur: midran (hjá) midran.is

Midran tekur á móti rafrænum reikningum sem sendir eru samkvæmt tækniforskrift Staðlaráðs Íslands TS136 og sendir eru á GLN kennið 5699000122475 á Peppol netinu.

Go to top