Endurskipulagning vinnuferla

Innleiðing rafrænna lausna hefur það markmið að gera viðeigandi vinnuferla hagkvæmari. Í grunnin er það gert með því að skipta út pappírsskjölum og tilheyrandi innslætti, fyrir rafræn skjöl sem lesin eru inn sjálfvirkt. Auk þess er það yfirleitt markmið slíkra innleiðinga að gera úrvinnslu upplýsinganna sjálfvirkari t.d. með því að nýta ýtarlegri og skiplagðari upplýsingar sem lesin eru inn úr rafrænum skjölum.

Það er því markmið breytingarinnar að pappírinn er tekinn út úr fyrirliggjandi ferli. Pappírsskjalið gegnir hinsvegar oft fleiri en einu hlutverki í heildar ferlinum auk þess sem vinnan við innskráningu upplýsinganna felur oft einnig í sér meira en beina skráningu. Oftast á sér stað samhliða innslættinum flokkun á upplýsingum auk þess sem þjálfaður starfsmaður getur brugðist við frávikum og villum. Þegar pappírinn er tekin út úr ferlinu þarf að leysa þessi verk á annan máta.

Midran hefur mikla reynslu af því að lýsa fyrirliggjandi verkferlum og grein einstakar aðgerðir og frávik sem gera þarf ráð fyrir við innleiðingu rafrænna skjala. Farið er yfir hvaða vinnuferlar verða fyrir áhrifum af innleiðingu.

Greint er hvert sé eiginlegt markmið ferilsins, honum er lýst og þarfir til hans greindar. Einnig eru tekin saman gögn yfir umfang ferilsins þannig að bæði sé hægt að meta hversu mikla fjárfestingu hægt sé að réttlæta og einnig til að hægt sé að meta síðar hver ávinningurinn hefur verið.

Lykil þáttur í þessari greiningu er að draga upp eldri feril þannig að hægt sé að skoða hann og meta hvernig best sé að breyta honum. Við það mat er nauðsynlegt að hafa hið eiginlega markmið í huga til að forðast að innleiða rafræna eftirmynd af handvirkum ferli.

Viðskiptamenn og samstarfsaðilar

 

Midran ehf. kt. 590299-2359, Skógarlundi 12, 210 Garðabæ, Iceland. Sími: (+354) 544 4800, Tölvupóstur: midran (hjá) midran.is

Midran tekur á móti rafrænum reikningum sem sendir eru samkvæmt tækniforskrift Staðlaráðs Íslands TS136 og sendir eru á GLN kennið 5699000122475 á Peppol netinu.

Go to top