Stefnumótun fyrir innleiðingu og notkun rafrænna viðskiptalausna

Rafrænar viðskiptalausnir hafa sparað fyrirtækjum mikla fjármuni en fjárfesting í rafrænum lausnum hefur þó oft reynst meiri en ætlað var og lausnir ekki mætt væntingum. Það er yfirleitt vegna misræmis milli væntinganna og þeirra lausna sem keyptar eru.

Rafræn samskipti hafa á sér tvær hliðar, innihald og dreifing, sem hvortveggja getur ýmist byggt á stöðlum eða verið sérhannað.

Þegar notaðar eru staðlaðar lausnir fyrir innihald rafrænna skeyta þá er það ein af afleiðingum stöðlunarinnar að lausnin mætir ekki nákvæmlega þörfum hver og eins. Það þarf að eiga sér stað málamiðlun þar sem mikilvægi sértækra viðskiptaþarfa er vegið á móti lægri kostnaði við innleiðingu og rekstur staðlaðra lausna.

Viðskiptaþarfir fyrirtækja gagnvart mismunandi viðskiptamannahópum eru hinsvegar oft ólíkar. Þannig gera samskipti við stóra og mikilvæga viðskiptamenn of meiri kröfur en gerðar eru í samskiptum við viðskiptamenn sem kaupa sjaldan eða einstaklingum sem ekki eru bókhaldsskyldir.

Þarfir gagnvart dreifileiðum geta einnig verið ólíkar gagnvart mismunandi viðskiptamannahópum og einnig hvað varðar mismunandi viðskiptaskjöl. Á sama hátt og hefðbundinn póstur getur ýmist farið með almennri dreifingu, hraðþjónustu, sendiboða o.s.frv. þá má senda rafræn skeyti á mismunandi hátt.

Kröfur um áreiðanleika sendingar, rekjanleika, hraða og trúnað eru mjög mismunandi eftir eðli skjalanna, viðskiptasambandi við móttakandann og innri ferlum hans. Á sama hátt og með innihaldið þá getur verið hagkvæmt að styðja við ákveðna blöndu af dreifingarleiðum þar sem jafnvel er tvinnað saman rafrænum skjölum og pappír.

Til að árangur af innleiðingu rafrænna lausna sé í samræmi við væntingar er nauðsyn að greina þarfirnar eftir vinnuferlum og samsetningu viðskiptamannahópsins. Midran sérhæfir sig í þannig greiningum á þörfum fyrirtækja í rafrænum viðskiptum og skapar þannig grundvöll að vel heppnaðri innleiðingu.

Byggt á rekstrarupplýsingum frá fyrirtækinu sjálfu getur Midran stillt upp flokkum yfir samskiptaþarfir, metið hversu mikla fjárfestingu hver flokkur getur borið til að fjárfestingin skili arði og bent á mögulegar tæknilausnir fyrir hvern flokk. Ábendingar um tæknilausnir miðast við almennar lýsingar en ekki ákveðnar vörur og þjónustur einstakra hugbúnaðarfyrirtækja. Fyrirtækið getur því notað þessar upplýsingar sem grunn að kaupum á lausnum og fyrir nánari úrfærslu. Kaup á rafrænum tæknilausnum verða þannig markvissari.

Viðskiptamenn og samstarfsaðilar

 

Midran ehf. kt. 590299-2359, Skógarlundi 12, 210 Garðabæ, Iceland. Sími: (+354) 544 4800, Tölvupóstur: midran (hjá) midran.is

Midran tekur á móti rafrænum reikningum sem sendir eru samkvæmt tækniforskrift Staðlaráðs Íslands TS136 og sendir eru á GLN kennið 5699000122475 á Peppol netinu.

Go to top