Á starfsstíma sínum frá 1999 hefur Midran komið að ýmsum verkefnum á sviði rafrænan viðskipta og innleiðingar rafrænna ferla. Þar á meðal má nefna eftirfarandi verkefni sem hafa byggt upp þann almenna þekkingagrunn á viðskiptaferlum og endurbótum þeirra sem gerir Midran kleift að nýta upplýsingatækni til endurbóta ferla á hagnýtan máta.

Flutningaverkefni

TVG-Zimsen

Midran annaðist þarfagreiningar á frísvæðikerfi og birgðakerfi fyrir TVG Zimsen og annaðist verkstjórnun og prófanir á kerfinu.

Vöruhótel Eimskipa

Midran annaðist verkumsjón með frísvæðiskerfi Vöruhótels Eimskipa og tengingu þess við vöruhúsakerfið. Frísvæðiskerfið er byggt í Navisions Financials og heldur utan um stöðu einstakra vörusendinga sem settar eru inn á frísvæði, tollafgreiðslu þeirra og samskipti við vöruhúsakerfið þar sem haldið er utan um staðsetningar og hreifingar vörunnar sjálfrar. Midran hafði umsjón með þarfagreiningum, verkefnastjórnun og prófunum kerfisins. Einnig annaðist Midran útfærslu á rafrænum samskiptum kerfisins við eigendur vörunnar.Tengill í verkefnið.

CargoQuoting

Midran þróaði og smíðaði og rekur tilboðskerfið CargoQuoting sem í dag er notað af Icelandair Cargo. Kerfið gerir sölumönnum flutningaþjónustu kleift að reikna tilboð í forflutning innflutningsvöru samstundis, senda þau á viðskiptamenn og vista tilboðin til uppflettingar síðar. Kerfið hefur verið í notkun í um 5 ár og reynst ákaflega traust.

Atlantsskip ehf.

Midran annaðist þarfagreininigar og verkefnastjórnun á sölu og flutningakerfum fyrir Atlantsskip hf.

Fjármála og rekstrarkerfi

Móttaka rafrænna reikninga til Reykjavíkurborgar

Midran aðstoðaði Reykjavíkurborg við útfærslu á því hvernig móttöku rafrænna reikninga skildi hagað þannig að byggt væri á tækniforskrift TS135 þannig að stutt væri við mismunandi innkaupaferla Reykjavíkurborgar.

Fjárhagskerfi Samtaka Atvinnulífsins

Midran annaðist þarfagreiningu, útboð og verkefnastjórnun innleiðingar á fjármálakerfum Samtaka Atvinnulífins. Við útboðið var farið eftir almennum opinberum reglum um útboð.

Landsbanki Íslands

Í gegnum rekstur á Span ehf, dótturfélagi Landsbankans, hefur Midran annast útfærslur á rafrænum viðskiptaþjónustum í tenglum við rafræna reikninga og greiðslur.

Viðskiptamenn og samstarfsaðilar

 

Midran ehf. kt. 590299-2359, Skógarlundi 12, 210 Garðabæ, Iceland. Sími: (+354) 544 4800, Tölvupóstur: midran (hjá) midran.is

Midran tekur á móti rafrænum reikningum sem sendir eru samkvæmt tækniforskrift Staðlaráðs Íslands TS136 og sendir eru á GLN kennið 5699000122475 á Peppol netinu.

Go to top