Midran hefur um árabil tekið að sér viðamikil verkefni á sviði staðlagerðar fyrir rafræn viðskipti. Meðal helstu verkefna má nefna.

NES tækniforskriftir

Midran tók þátt í starfi NES, North European Subset starfshópi um Norður Evrópskt samstarf um rafræn viðskipti og rafræn innkaup. Í því starfi kom Midran fram fyrir hönd ICEPRO sem fulltrúi íslenskra hagsmuna á sviði rafrænna viðskipta. NES verkefninu lauk með útgáfu tæknilegra skilgreininga. Byggt á þeim skilgreiningum gaf ICEPRO, í árslok 2007, út Handbók um rafræn viðskipti og sá Midran um ritun hennar. Tengill í verkefnið. Tækniforskriftir NES ná yfir reikninga, pantanir og vörulista.

Tækniforskrift fyrir einfaldan rafrænan reikning – TS135/2009

Fyrir hönd Staðlaráðs Íslands annaðist Midran ritun á tækniforskrift um einfaldan rarfænan reikning sem gefin var út í árlok 2009. TS135 er byggð á NES skilgreiningunum. Sú tækniforskrift hefur verið grundvöllur að innleiðingu rafrænna reikninga hér á landi og hefur meðal annars verið innleidd hjá Fjársýslu Ríkisins og hjá Reykjavíkurborg.

Business Interoperability and Interfaces – BII1

Í kjölfar útgáfu NES tækniforskriftanna var sett af stað Evrópuverkefni undir stjórn Staðlanefndar Evrópu, CEN. Nafn verkefnins er Business Interoperability and Interfaces, BII. Verkefnið fólst í að gefa afurði NES út í stærra samhengi, þ.e. sem skilgreiningar fyrir rafræn viðskipti innan Evrópu. Midran tók að sér hlutverk eins verkstjóra af fjórum (editor) og fólst hlutverk Midran í að ritstjórn á skilgreiningum vinnuferla og innihaldi skeyta og þar með ritun tækniforskriftanna sem gefnar voru út í árslok 2009.Tækniforskriftir BII1 ná yfir opinber innkaup, reikninga, pantanir, vörulista og móttökufyrirmæli auk ýmissa stuðningskjala við að

Tækniforskrift fyrir rafrænan reikning TS 136/2013

Byggt á útgáfu BII1 annaðist Midran uppfærslu á tækniforskrift Staðlaráðs fyrir rafrænan reikning þannig að byggt sé á skilgreiningum BII1 í stað NES. Tækniforskriftin var gefin út í byrjun árs 2013 og tekur við af tækniforskrift 135/2009

Tækniforskrift rafræna reikningaferlis - TS 137/2013

Fyrir hönd Staðlaráðs Íslands annaðist Midran ritun tækniforskriftar fyrir rafrænt reikningaferli, þar sem bæði er notaður reikningur og kreditreikningur. Tækniforskriftin var gefin út í upphafi árs 2013

Business Interoperability and Interfaces – BII2

BII2 er uppfærsla á BII1 og var gefin út fyrrihluta árs 2013. Midran annaðist ritstjórn (editor) á skilgreiningum á innihaldi rafrænna skeyta

Tækniforskrift fyrir rafrænan vörulista - TS 139/2013

Midran vinnur nú í gerð íslenskrar tækniforskriftar fyrir rafrænan vörulista byggt á skilgreiningum BII.

Viðskiptamenn og samstarfsaðilar

 

Midran ehf. kt. 590299-2359, Skógarlundi 12, 210 Garðabæ, Iceland. Sími: (+354) 544 4800, Tölvupóstur: midran (hjá) midran.is

Midran tekur á móti rafrænum reikningum sem sendir eru samkvæmt tækniforskrift Staðlaráðs Íslands TS136 og sendir eru á GLN kennið 5699000122475 á Peppol netinu.

Go to top