Stílsnið

Midran bíður þjónustu við gerð stílsniða sem birta innihald rafrænna skjala s.s. reikninga. Fyrirtæki geta notað almenn stílsnið en í flestum tilvikum hentar að útbúa sérstök stílsnið til að birta rafræna reikninga fyrirtækisins á þann hátt sem passar því. Bæði með tilliti til útlits, uppsetningar og innihalds. Midran býr yfir reynslu í gert slíkra stílsniða í mismundandi formi s.s. xslt og pdf. Stílsnið má nýta á ýmsan máta í rafrænu skeytaferli.

  • Ef viðskiptakerfi skila frá sér skjölum á XML formi má nota stílsnið til að breyta þeim í .pdf skjöl sem senda má í tölvupósti eða prenta og póstleggja.
  • Nota má stílsnið í móttöku til að gera starfsmanni kleift að skoða innihald rafræns skeyti á aðgengilegan máta. Slík birting getur ýmist verið með almennu stílniði eða með sérstökum stílsniðum sem gefin eru út af sendanda skeytisins.
  • Hægt er að nota stílsnið til að mynda afmörkuð afrit af hinu rafræna skjali. Slíkt getur hentað þegar þörf er á tínsluseðlum, aksturseðlum eða öðrum skjölum sem styðja tengda vinnuferla, sérstaklega við vörumeðhöndlun.

Viðskiptamenn og samstarfsaðilar

 

Midran ehf. kt. 590299-2359, Skógarlundi 12, 210 Garðabæ, Iceland. Sími: (+354) 544 4800, Tölvupóstur: midran (hjá) midran.is

Midran tekur á móti rafrænum reikningum sem sendir eru samkvæmt tækniforskrift Staðlaráðs Íslands TS136 og sendir eru á GLN kennið 5699000122475 á Peppol netinu.

Go to top