Validex er prófunarverkfæri sem þróað er af Midran. Validex er ætlað að nýtast þeim sem eru að vinna með rafræn skeyti þannig að þeir geti prófað einstök skeyti og séð hvað er að þeim án þess að þurfa að hafa aðgang eða þekkingu á sértækari prófunartólum. Validex er til í tveimur útgáfum annarsvegar fyrir þróunarvinnu (design-time) og hinsvegar fyrir rauntíma notkun (run-time)

Validex DT

ÓKEYPIS notkun. Midran mun til lengri tíma bjóða Valdex til almennra notkunnar án endurgjalds til villuprófunnar á skeytum út frá völdum almennum stöðlum og skeytaskilgreiningum. Validex styður í dag við prófanir á skeytum samkvæmt þessum skilgreiningum.

Validex er einstaklega notendavænt og meðal þess má nefna eftirfarandi eiginleika:

Validex niðurstöðurSkjámynd af forsíðu Validex þar sem sjá má einfaldar niðurstöður af prófunum á 4 skeytadæmum.

  • Validex er veftól sem þarfnast engra uppsetningar á tölvu notandans. Validex má nota í öllum helstu vöfrum s.s. Firefox, Chrome og Internet Explorer.
  • Hægt er að setja XML skrár í heild sinni inn í kerfi ýmist með því að draga þau yfir á forsíðu Validex (drag-and-drop) eða með því að sækja þau (browse). Ekki þarf að afrita XML kótann og skeyta honum inn í vefsvæði.
  • Hægt er að prófa margar skrár í einu og hægt að bæta við skrám án þess að þurrka út fyrri skrár.
  • Validex les sjálft stýribreytur skeytisins og finnur viðeigandi prófunarreglur. Notandinn þarf því ekki að vita hvaða reglusett eiga við.
  • Um leið og skeytið hefur verið sett í Validex þá kemur einföld niðurstaða sem sýnt er með táknum, þ.e. hvort skeytið stóðst allar reglur, féll á krítiskum reglum, féll á leiðbeinandi reglum eða var illa formað.
  • Fyrir hvert skeyti er hægt að skoða ýtarlegri niðurstöður þar sem hægt er að sjá hvaða reglur voru brotnar.
  • Validex geymir prófunarniðustöðuna og er hægt að fletta henni upp aftur með slóð skýrslunnar. Þannig er hægt að setja slóðina inn í skýrslur eða aðra umfjöllun um prófunarniðurstöður þannig að hægt er að kalla upp prófunarniðurstöðurnar. Einnig gefur þetta kost á að senda slóðina til annarra sem vilja skoða niðurstöðuna. Sjá dæmi.

 

Validex RT

Validex er einnig fáanlegt sem raun-tíma prófunar verkfæri. Prófunarvélina sem liggur á bakvið vefþjónustuna er hægt að setja inn í skeytastraum þannig að skeytin eru prófuð um leið og þau fara í gegnum skeytaþjónustuna og Validex gefur einfaldar niðurstöður sem hægt er að nota til að stýra ferlinum. Hentugt er að nota Validex DT með rauntímaútgáfunni til að greina og vinna úr frávikum.

Viðskiptamenn og samstarfsaðilar

 

Midran ehf. kt. 590299-2359, Skógarlundi 12, 210 Garðabæ, Iceland. Sími: (+354) 544 4800, Tölvupóstur: midran (hjá) midran.is

Midran tekur á móti rafrænum reikningum sem sendir eru samkvæmt tækniforskrift Staðlaráðs Íslands TS136 og sendir eru á GLN kennið 5699000122475 á Peppol netinu.

Go to top