Midran ehf. er ráðgjafarfyrirtæki sem er sérhæft í hönnun og verkefnastjórnun á sviði upplýsingatækni.

Áhersla er lögð á að nýta upplýsingatækni til að ná árangri við hagræðingu í rekstri eða við lausn afmarkaðra verkefna, auk ráðgjafar um kaup og innleiðingu slíkra lausna.

Sérsvið Midran er sjálfvirkni í viðskiptaferlum; við innkaup (pöntun, reikningar, afhending), í flutningum og í greiðsluferlum með notkun rafrænna samskipta.

Sagan

Midran ehf. var stofnað í upphafi ársins 1999 og hóf rekstur í september það ár undir nafninu Eykur ehf en stofnandi þess, Georg Birgsson, hafði þá unnið við rafræn viðskipti og innleiðingar upplýsingatækni frá árinu 1992. Á þeim tíma var Georg m.a. varaformaður EDI félagsins sem síðan rann inn í Icepro. Í fyrstu var áherslan á markaðsráðgjöf á sviði upplýsingatækni og vann Midran slík verkefni fyrir nokkur sprota fyrirtæki. Auk markaðsráðgjafar annaðist Midran verkefnastjórnun fyrir innleiðingu upplýsingakerfa og þá fyrst og fremst fyrir fyrirtæki í fraktflutningum eftir því sem tíminn leið varð skipaði verkefnastjórnun stærri hlut auk vaxandi þátttöku í verkefnum sem fólust í nýtingu staðla fyrir samskipti innan flutningageirans.

Í kringum 2005 færðist áhersla Midran hinsvegar í auknum mæli yfir á almenna rafræna viðskiptaferla með áherslu á rafræna reikninga, pantanir og vörulista. Midran hefur frá þeim tíma verið virkt í fjölþjóðlegu starfi á sviði staðlagerðar innan Evrópu. Á síðustu árum hefur Midran í auknum mæli þróað þjónustu þar sem reynsla og þekking á þessum stöðlum er nýtt til að endurbæta rekstur fyrirtækja.

Rafrænir reikningar:

Midran tekur við rafrænum reikningum sem gerðir eru samkvæmt tækniforskrift TS136/2013, gefin út af Staðlaráði Íslands.

Rafrænt póstfang (Endpoint) er GLN kenni 5699000122475 á Peppol netinu.

Valkostir

Viðskiptamenn og samstarfsaðilar

 

Midran ehf. kt. 590299-2359, Skógarlundi 12, 210 Garðabæ, Iceland. Sími: (+354) 544 4800, Tölvupóstur: midran (hjá) midran.is

Midran tekur á móti rafrænum reikningum sem sendir eru samkvæmt tækniforskrift Staðlaráðs Íslands TS136 og sendir eru á GLN kennið 5699000122475 á Peppol netinu.

Go to top